Iðunn - 01.01.1888, Side 18
12
Jónas Jónasson:
beið íí meðan aðrir voru að væta sór, og fókk sér
í einu hálfu; svo kallaði hann upp : »Heyrið til pilt-
ar, gamli Einar á Moldastöðum ætlar að tala fáein
orð !»
Svo gekk hann nokkurn veginn stöðugt að hjól-
börunum, og steig upp á þær. Tunglið sló silfr-
litkuðum ljóma á livítgráan hærukransinn um höf-
uð honum.
Einar gamli var vel mentaðr að eldri mönnum;
enu hann kunni eigi við nýbreytni tímans ; enn
eigi að síðr mátti hann sín ætíð mikils, þó að enir
yngri menn væri farnir að gerast móthverfir ísumu.
Tölu sína hóf hanu á þessa leið :
»|>að er nú ekki v.'st, að þessu heiðraða sam-
kvæmi finnist til um það, sem Einar gamli á Molda-
stöðum segir, þó að liann hafi hingað til þótt
góðr til úrræðanna, þegar þeir voru ráðalausir, eftir
það að þessi nýmóðins vindbelgr hefir blaðrað hér
af heimsku sinni yfir ykkr. Eg læt mér nægja að
lýsa yfir því, að öll þessi svarta vilsa, sem þú,
Háafells-Hallr, hefir hér spýtt yfir menn af heimsku
þinni, er ekki svara verð ; það ægði svo saman hjá
þér heimskunni og illgirnii ni, vindinum og græn-
ingjaskapnum, að eg get ekki fengið af mér að
reyna að svara þér með ástæðum ; það á ekki við
að svara vitleysu íneð ástæðum ; það tekst aldrei
að sannfæra þá, sem liafa lamið heimskuna jafn-
fast inn í sig, eins og harðhnyktan hestskóuagla.
Enn það vil eg nú ráðleggja þér, áðr en þú ætlar
að gera aðra jafnvitlausa þér í næsta sinn, að gefa
betr gaum að því, sem aðrir þér slægari spýta í
þig, svo að þú skiljir það betr, áðr en þú ber það