Iðunn - 01.01.1888, Page 19
Fresisherinn.
13
á borð fyrir aðra; þú þykist hata Dani, og hefir
þó lapið þitt vit þaðan ; þú vilt heldr vera undir
valdi Englendinga — farðu til Irlands og vertu þar,
og lofaðu þá svo ; og eftir því sem þú hefir komið
bér fram í kvöld, þá vildi jeg óska, að þú værir
þangað kominn eða annað enn þá lengra : það
Væri landhreinsun. Taktu eftir þessu, sem eg segi
þér nú, Hallr minn; þegiðu og lærðu að skamm-
ast þín áðr enn þú ætlar að gerast flokksforingi
• • . . strandarmanna. þá kanu eg að geta notað
þig í mínurn hrepp; enn annars máttu fara til
fjandans — og því fyrri því betra !»
Svo steig hann ofan af hjólbörunum aftr, geklc að
borðinu og fókk sér í staupinu.
jpað var auðséð, að Halli féll þessi tala illa, enn
lét þó sem ekkert væri; hann glotti að eins, eins og
hann annaðhvort vissi varla hvað væri farið með,
eða virti það að vettugi.
Hann ætlaði sér að svara einhverju, og gekk að
bjólbörunum, enn Teitr í Skarði var þá þangað
kominn ; hann var ungr bóndi heldr, enn að venju
fremr dulr og óframfærinn.
Hann var ofrlítið hýrgaðr, og varð við það djarf-
ari; rnenn urðu fullir eftirvæntingar að sjá Teit,
sem varla hafði nokkurn tíma á mannfundum mælt,
stíga í stólinn ; enn hann lét sér hvergi bregða ;
hann stóð þar keikr í tunglsljósinu og hóf ræðu
sína ; hann talaði fyrst lágt og ódjarflega, enn sótti
sig eftir því sem fram á leið.
»IIér eru ræðuhöldin farin að gerast alvarlegs
efnis, og alvarlegri enn eg bjóst við að gæti orðið
hér í kvöld. Iíér hafa tveir talað af allmiklum