Iðunn - 01.01.1888, Síða 21
Frelsisherinn.
15
málefni landsins ; enn að fá lögun á þessu, held.
eg só heimska að hugsa sér, meðan sú stjórn sitr
að völdum í Danmörku, sem hefir Eússa fyrir læri-
feðr, og ekki sinnir neinum frelsis- eða framfara-
hreyfingum. Enn hvað skatta og skyldur snertir,
þá veit jeg ekki til, að neitt af því skelli í Dana-
stjórn, heldr hefir þingið mest umráð þess, að
það fer mest til innanlandsþarfa ; annað mál kann
að vera, hvað því fó er öllu vel varið, enn það-
gengur nú oftast svo, að eitthvað fer í súginn.
Enn ekki má ætla stjórninni alt ilt, þó að margt
rnegi að henni finna, og betr væri að hún breytt-
ist; ekki vissi hún, að Eensmark mundi stela fó
landsins svo tugum þúsunda skifti, enn þegar fór
að brydda á því, þá var henni sjálfrátt að setja
hann frá og heimta út fóð; og þar kemr fram
fyrst óveruskapr og grunnhyggni bæði þings og
stjórnar, að búa ekki betr um hnútana enn svo,
að þegar til kastanna kemr, veit enginn hvar á-
byrgðin er — enginn hefir ábj’rgð á gerðum em-
bættismanna, og sízt þeir sjúlfir, þar sem svo stór-
kostlegum þjófnaði er svo gott sem ekkert hegnt.
Enn hvað þessar frelsishugmyndir snertir, þá bera
margir þetta dýrmæta orð svo á vörum sór, sem
ekkert vita hvað þeir fara með; þetta orð, frelsi,
það má teygja það á allar lundir, eins og hrátt skinn;
það er líkt eins og sannleikr og hin œðri þekking ;
það er ekki enn kominn neinu til þess að segja
oss, livaðþaðer, fyrir víst. Enn ef það er eitt af
skilyrðum frelsisins, að vera laus við alla trú og
alla presta, þá er það æðri speki enn eg fæ skilið,
enda hefi eg nú ekki gengið í gegnum marga skól-