Iðunn - 01.01.1888, Side 22
ít;
Jónas Jónasson :
ana. Etm það veit eg, og það af eigin reynslu, að
góðr prestr er prýði sveitar sinnar, og ef hann er
góðr fræðari og lipr kennimaðr, þá er hann ekki
öfundarverður af tekjum sínum ; þær gjaldast ekki
heldr svo vel; enn það vil eg h'ka manna fúsastr
játa, að óreglusamr og ónýtr prestr er h'tið betri
enn ekki neitt, og ef til vill lakari ; þau störf, sem
prestutn eru ætluð, fara eigi öðrum vel enn þeim,
sem til þess hafa lært; lærdómr þeirra kostar fó,
og það þurfa þeir að fá endrgoidið með atvinnu
sinni, til þess að geta staðið sómasamlega í stöðu
sinni, lesið og fylgt tímanum. Ef þeir eru hirðu-
samir, er það nóg alþýðumentun, sem þeir veita,
og lög um uppfræðingu barna veitir ; það er þá
hverjum hægt að bæta þar við ; enn að stofna
eintóma skóla, sem allir eiga að nota, og verja
tekjum presta til þess, er glæsileg hugmynd — enn
hún á sér aldrei stað hér á landi, nema sém orð.
það er of strjálbygt hér til þess, og að gera alla
að náttúrufræðingum, stjórn- og búfræðingum, er
bæði óhugsandi og ógerandi; það hefir aldrei mik-
inn árangr. |>að má vera, að lærdómskverið sé
þurt, enn það er góðs prests að lífga það við;
kverið er grindin utan um þá lærdóma, sem eiga
að koma lifandi fram í samtali prestsins við börn-
in ; það er ekki þurrara enn aðrar skólabækr ;
enn efni þess er þó það, sem þarfast er og nauð-
synlegast til þess að gera barnið að sönnum manni,
bæði fyrir þetta og annað líf. þ>etta finnr margr,
þegar hann fer að eldast, og þá verðr varla stjórn-
fræðin eða búfræðin nóg; þær grindr eru gleymd-
ar, enn þá lifna að nýju hinar gleymdu hugleið-