Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 23
Frelsisherinn.
17
ingar frá kverinu, og verða þfí metnar rétt, þó að
mönnum haíi leiðzt þær á barnsaldrinum ; ef eng-
lnn ætti að læra annað á barnaaldri enn það, sem
hann vill, þá er hætt við að einhverjum leiddist
hitt líka, og færi svo ekki betr. f>að þarf enginn
að verða þræll f hugsunarhætti fyrir prestiun sinn
eða kverið sitt eða stjórnina ; menn hafa það mál-
°g ritfrelsi hér, að hverjum er heimilt að tala og
rita alt það sem er að einhverju leyti til gagns —
nm hitt má gjarnan þegja — það verðr aldreiskaði
að því. Enn í einu erum við þrælar, íslendingar,
það verð eg með kinnroða að játa hér í tungls-
^jósinu; vér erum vanans þrælar, þrælar hirðuleys-
isins og þrælar sjálfra vor; vér getum aldrei lært
að verða sjálfstæðir menn ; vér gortum af mentun-
arfroðu, sem ekkert er, og viljum með því ráða
öllu, og eins því, sem vér höfum ekkert vit á. Yér
getum aldrei lært að setja almennilega á, og drep-
Um úr hor á hverju vori ; ekki vænti eg það sé
stjórnin, Hallr, sem teymir hafísinn hér upp að
landi, eða telr oss trú um, að það só búhnykkr að
setja skepnur sínar í voða fyrir heimskulegan á-
setning ? það er vor frámunalega þrjózka, að læra
aldrei af skömminni og skaðanum, sem gerir oss
að þrælum. Vér erum í hengjandi kaupstaðar-
skuldum fyrir tóman óþarfa, stjórnlausar kaffi-
drykkjur, nokkurar vfndrykkjur og heimskuleg lér-
eftakaup ; kaupmaðrinn lánar oss óþarfann, af því
að vér biðjum með þeim bænarsvip um þetta, eins
og um lífið sé að tefla, og svo förum vér á sveit-
ma, þegar að kreppir; er það stjórnin sem setr oss
Iðunn. VI. 2