Iðunn - 01.01.1888, Page 24
18
Jónas Jónasson :
á hausinn ? Onei, það erum við sjálfir; eg hefði
gaman af að sjá, hvað miklum stakkaskiftum Js-
lendingar tæki í þessum efnum við nýja stjóruar-
skrá, og hvað þeim færist vel að stjórna sér að
öllu leyti, efþeir kunna ekki betr enn þettaheima
hjá sér. Eg vil því heimta, að menn menti sig sem
hezt, bæði andlega og verklega, siðferðilega og hag-
fræðilega, og þegar það er komið í kring, þegar
menn eru orðnir sjálfstæðar sálir, færar um að
ráða sér, og frjálsar í anda, þá er tími til kominn
að taka við og herja stjórnarbót út úr Danastjórn
með oddi og eggju, ef hún, nefnil. stjórnin, verðr
þá nokkur til, þegar sá dagr rennr upp. Eg hefi
talað þetta óljóst og af fáfræði minni, enn eg ætla
þó, að margt af því só þess vert, að því sé gaumr
gefinn».
»þetta er nú líka alveg satt, sem hann segir».
»því ætli það sé ekki».
»Nei, eitthvað var ljótt, sem hann sagði um okk-
ur; sagði hann ekki við værum þrælar?»
»Ojú, og hann vildi elcki hafa stjórnarskrána
strax».
»því ekki það?»
Svona voru menn að malda á milli sín um tölu
Teits, meðan hann fór ofan af hjólbörunum, geklc
að borðinu og kveikti í vindli.
Nú var Hallr búinn að fá nóg ; honum þótti þessi
ræðan sýnu verri enn liin.
Hann trað sér því sem fljótast hann gat fram
að hjólbörunum aftr, og stjakaði frá einum tveimr
eða þremr, sem vildu ná í veldisstólinn, og steig
sjálfr upp, og tók þegar formálalaust til máls :