Iðunn - 01.01.1888, Page 26
Jónas Jónasson:
20
og benclii' það á það, hvað Islendingar eru orðnir
þrælkaðir af ánauð Dana, að þeir una sér undir
okinu. Mér hefir nú komið til hugar að reyna að
stofna hér félag, sem ætti að 'geta breiðzt út um
alt ísland, ef vel væri á haldið, og orðið að ómet-
anlegu gagni, og svo öflugt, að Danir enda hlytu
að láta undan því og gefa landinu nýja og viðun-
anlega stjórnarskrá, og enda það sem bezt væri,
sleppa því alveg, svo að vér gætum komizt í sam-
band við Englendinga eða Ameríkumenn. jpá skyld-
um við sjá, hvort ekki gæti eflzt auðr og velmegun
á Islandi og Islendingar komið til með að jafnast
við hverja aðra þjóð í heiminum.........»
(Fjöldi manna) : »Heyr, heyr !»
......»og að síðustu jafnvel við stórveldin sjálf,
þó að það yrði ekki að fólksfjölda, nema þeir færu
að nema land í einhverri heimsálfu fyrir sig undir
sinni eigin forsjá. Félag þetta ætti þannig að berj-
ast af alefii fyrir frelsi landsmanna, láta kjósa alla
þingmenn úr sínum flokki, ráöa þannig öllum fjár-
málum landsins og stjórn þess, stofna innlendan
iðnað, og selja enga vöru út úr landinu nema fyrir
peninga eða nauðsynjar, sem væru eins ódýrar eins
og á móti peningum, stofna banka og aðra sjóði,
helzt 1 hverri sýslu, verðlauna einstaka dugnaðar-
menn í stjórnmálum, iðnaði og búskap, og svo
standa fyrir og gangast fyrir bindindi, að minsta
kosti að nokkuru leyti, flæma alla danska kaup-
menn frá landinu, enn taka verzlunina alveg í sín-
ar hendr, kaupa gufuskip til siglinga landa á milli,
og til fiskiveiða, hákarla- og hvalaveiða kring um
landið, banna Frökkum og öðrum útlendingum