Iðunn - 01.01.1888, Síða 27
F relsisherinn.
21
i'eiðar hér við lancl, og svo margt annað, sem eg
toan ekki enn í svipinn. Félag þetta dettr mér í
Jlug, að skyldi heita Frelsislierinn, af því að það
®tti að berjast með öllum vopnum og vélum, leyfi-
legum sem óleyfilegum, fyrir frelsi landsins, oghalda
svo velli með heiðri og sóma, sem Haraldr inn hár-
fagri í Hafrsfirði; enn ef svo ólíklega skyldi til
Vilja, að Frelsisherinn yrði undir fyrir ofstæki og
harðstjórn Dana, þá væri annar vegr fyrir — að
hreyta eftir Skallagrími og öðrum stórhetjum forn-
aldarinnar, og flýja vestr um haf af nýju, og gera
°ss nýtt og frjálst ísland á Alaska eða einhvers-
staðar annarsstaðar í Ameríku. Ogþá hefir Hrels-
ísherinn samt unnið glæsilegan sigr, að draga lauds-
Uienn undan okinu, og skilja Danskinum eftir auð-
an og beran hólmann, svo þeir geti þá grýtt hou-
Ulu á milli sín eins og þeir vilja. Enn eg vona,
að slíkt þurfi ei að verða, enn, ef eg hefði forustu
íélags þessa á hendi, að eg fengi þá á endanum
að sjá mína elskuðu fóstrjörðu frjálsa og fagra,
auðuga og volduga undir verndarvæng guðs og nátt-
urunnar, eins og liún nú er fögr og inndæl hér í
tunglsljósinuii.
Slík ræða og slílt mælska hafði ekki heyrzt fyrri
þar í sveit; Hallr var búinn að tala í sig ákafa;
hann baðaði út höndunum og kinkaði kollinum
traman í tunglið, eins og hann ætlaði að kalla það
til vitnis upp á sannleika þessara orða. Enn það
horfði kuldalega og alvarlega yfir liópinn, eins og
áðr. Skýjadrögin á norðrloftinu voru farin að
þéttast, '
Tunglið var nær miðmundastað á lofti; nótt var