Iðunn - 01.01.1888, Page 28
22
Jónas Jónasson:
liðin nær óttuskeiði; veizlugestir voi-u að góðum
mun farnir að fækka, sumir voru farnir burt, sumir
sofnaðir, annaðhvort Jpar sem tiltækilegt þótti að
fleygja sér inni í bæ eða úti; allmikil hrúga lá í
kös í kring um Einar karlinn á Moldastöðum, og
hafði einhver verið svo miskunnsamr, að kasta yfir
þá reiðpilsum og öðru slíku dóti, til þess að verja
þá hrolli.
Ræðurnar höfðu dunið hver á fætr annari frá
hjólbörunum; alt af jókst áhuginn og alt af urðu
mönnum ljósari aunmarkar þeir, sem voru á stjórn-
inni. I sem fæstum orðum að segja : »Felsisher-
inn» var stofnaðr; rúmt hundrað karlar og konur
var skrifað upp á lista sem dátar í her þessum.
Svo var kosin þriggja manna nefnd til þess að
semja lög og reglur fyrir herinn til að haga sér
eftir.
Almennr samkomudagr var ákveðinn að Háafelli
fyrsta dag vetrar.
það varð sem vænta mátti.— Iíallr varð formaðr
nefndarinnar.
Sumir vildu kjósa Teit í Skarði, enn Ilallr neitaði
honum — hann væri ekki nema til trafala, eins og
aðrir aftrhaldsmeun.
Minni Halls og Erelsishersins voru drukkin í óða-
önnum, þangað til Ingjaldr .... strandarskáld kom
að innan með blað í hendinni.
Honum fylgdi organistinn frá II ... . kirkju, og
var nú búinn að sleppa harmóníkunni, og allmikill
flokkr með honum. það var söngfélag hans.
Blaðið, sem hann hélt á í hendinni, var »minni