Iðunn - 01.01.1888, Side 30
24
Jónas Jónasson:
Kvæðið var vel sutigið ; í laginu lá svo mikið af
töfranda fjöri, það var fólgið svo mikið traust og
mikil hugrekki í hverjum samtón lagsins, að það
lá við, að menn yrði að trúa á þá sannfæringu, sem
væri lögð í orðin, sem það var sungið við. þaö var
hersöngr ens trúarörugga mannshjarta, sem berst
við ofrefli, enn vonar þó statt og stöðugt eftir að
vinna sigr á endanum.
»Lifi frelsið ! lifi föðrlandið ! lifi Frelsisherinn !»
æpti Hallr svo hátt, sem honum lá rómr til, og
hrópaði síðan nífalt húrra ; tóku allir undir það, og
þeir, sem voru æstastir frelsismenn, bættu enda því
tíunda við.
Svo var minni Frelsishersins drukkið í botn af
þeirn, sem í eitthvað náðu.
Síðan var farið að tala um bindindi; enn með
því að menn voru þá orðnir svo mátulegir, að menn
voru til í alt, var þegar nærfelt umræðulaust samið
bindindi undir forustu Halls, og komu um 60 á bind-
indislistann.
Svo kom einn með þá tillögu, að menn skyldu
drekka minni bindindisins til ýtrari tryggingar, og
skuldbinda sig til þess að láta þar við lenda, og
»bragða ekki vín þetta árið».
þ>essi tillaga fekk enar bezlu undirtektir.
Óðara var sendr inn maðr til þess að fá það,
sem til þyrfti að drekka rækilega minni bindind-
isins.
Maðrinn kom skjótlega aftr, og sagði, að það væri
enginn lekandi dropi frama.r til, nema neðan í einni
pytlu af brennivíni.
jpað sló daufri þögn yfir hópinn.