Iðunn - 01.01.1888, Page 33
Frelsisherinn.
27
Enn Hallr var ekki íí því ; hann vildi fara að
staðfesta ráð sitt og kvongast.
------Einar gamli hreppstjóri hafði búið á Molda-
stöðum mestallan sinn búskap, og búið ágætlega.
Hann liafði verið framfaramaðr fyrir 30 árum,
og þá jafnvel setið sem varaþingmaðr á einu eða
tveimr þingum, enn síðan hafði hann dregizt aftr
úr.
Hann var því vanastr, að hafa töglin og lialgd-
irnar í allri sveitarstjórn og öðru stórvægilegu, sem
fyrir kom á . . . . strönd, og var hinn bezti forstjóri
í öllum héraðsmálum.
Enn það átti ekki við hann, ef menn voru á öðru
máli enn hann. Enn þó sló hann því aldrei út
stórkostlega, nema þegar hann hafði eitthvað í koll-
inum. þá var hann til með ausa úr sér sóðalegum
skömmum.
Einar var kvæntr og átti tvær dætr.
þorbjörg hét sú eldri. Hana átti Teitr í Skarði.
Herdís var yngri. Hún var heimasæta hjá föður
sínum.
Hana vildi Hallr fá.
Og var það ekki heppilegt ? Einar hafði ekki
fremr auga á neinum fyrir tengdason-. heldr enn
Halli.
Herdís var fríðasta stúlka þar um slóðir. Ilún
hafði það fríðleikslag, sem fremr er fátítt hér á
landi, enn er fremr einkenni suðrænuar fegrðar.
Hún hafði nærfelt hreint grískt andlitslag. Hár-
ið var kolsvart og mikið, yfirlitrinn hvítr og fremr
íölr, drættirnir í andlitinu hreinir, og vöxtrinn
tigulegr.