Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 35
Frelsisherinn.
29
gónia, sem voru alræmdir laupar þar um sveit, enn
Halli, ef hann héldi áfram uppteknutn hætti með
þenna pólitiska vindbögling, sem hann kvað A og
tiltók. þá fór að koma hreyfing fyrir ofan hann í
rúminu. Vinnukonunni, sem framar lá, þótti þröngt,
og vaknaði við vondan draum ; hún fór að reyna
að stjaka við karli, og sagði um leið :
»Hvaða bölvaðr klettr er þetta ; farðu ofan af
rnér; er það ekki þú, Jónsi?, þú ert eins og vant
er með bannsettahrekkina; nú, farðu, farðu, skamm-
astu burt, nú, farðu nú».
Einar gamli glotti í kamp, þreifaði upp fyrir
sig, klappaði á kollinn á stúlkunni, og sagði kát-
broslega :
»Og því er nú miðr, það er nú ekki hann Jónsi
þinn, það er garnli Einar á Moldastöðum ; hann
dró sig hérua inn til þín, þegar honum var farið
að kólnan.
»Nú, farðu bara, hvað á þetta káf að þýða?; eg
held þú getir hluukast einhversstaðar annarsstaðar
enn hérna».
»Nei, við skulum nú vera stilt, góin míti; mór
rataðist svona einhvern veginn á plássið hans Jónsa
þíns».
»Eg á engan bölvaðan Jónsa, og farðu !»
»Nei, það veit eg vel, liann er víst blessaðr, hann
Jónsi þinn; er ekki svo ?»
»Eg á engan Jónsa, og segi eg þér það enn; og
hluukastu svo einhvern tíma burt, og láttu mig
Verán.
»Jæja, greyið mitt, máske eg geri það fyrir þig,