Iðunn - 01.01.1888, Page 37
Frosisherinn.
31
Nú átti að ræða lög þessi í dag.
það var ofsa-sunnanveðr og hláka; hann rauk
kafþykkr með köflum, enn stundum reif dálítið til.
Hvassviðrið var svo mikið, að naumast var stætt,
og lirikti og brakaði í hverju tró.
Enn samt var sannfæring manna um það, hvað
köllun þeirra væri þýðingarmikil fyrir ættjörðina,
svo föst, að nær 30 enna helztu ungra manna voru
komnir að Háafelli fyrir miðmunda.
þessir voru inir helztu forsprakkar, sem orðnir
voru út um næstu sveitir. þeir liöfðu talað máli
þessa fyrirtælds, og áunnizt mikið.
Hallr hafði skrifað enum helztu þeirra bréf, til
þess að hvetja þá til þess að fá sem flesta liðs-
menu í Frelsisherinn, og sett þá skipun eftir sam-
ráði við meðnefndarmenn sína, að taka skyldi
kvenfólk og enda börn, eldri enn tíu ára, í fó-
lagið.
Fyrst voru bornir saman nafnalistar þeir, sem fó-
lagsmenn komu með, til þess að fá yfirlit yfir liðs-
afla þann, er etja skyldi á móti stjórninni.
Síðan voru öll nöfnin rituð á eina skrá, og töld-
ust þá nöfnin 236 : 130 karlar, 77 konur og 29 böru
ófermd.
Að því búnu var farið að ræða lögin ; það var mik-
ið verk og vandasamt, og var því ekki lokið fyrri enn
almyrkt var orðið.
Lögin og umræður um þau, breytingaratkvæði og
-tillögur set eg hér eigi; það yrði á við 3 eða 4 fundi
í þingtíðindunum; enn grundvallaratriði laganna,
stefna og þýðing, starf og verksvið Frelsishersins
var hér um bil tekið fram á þessa leið :