Iðunn - 01.01.1888, Side 38
32
Jónaa Jónasson :
1. Frelsisherinn á að neyta allrar orku í því, að fá
sem flesta Jslendinga til þess að ganga í flokk
með sór til þess að beita afli sínu á móti enni
dönsku stjórn í því skyni að ná sæmilegum rétt-
indum fyrir land sitt.
2. Allir alþingismenn skulu kosnir af þeirra flokki,
og alt vald þingsins skal því komast í þeirra
hendr ; ef auðið er, skal koma öllum dönskum
og dansklunduðum embættismönnum frá embætt-
um, og setja lærða Jslendinga úr Frelsishernum
í þeirra stað.
:3. Enn fremr skal Frelsisherinn taka að sér umsjón
með því, að allri atvinnu : landbúnaði, sjávarút-
vegi, iðnaði, vegagjörðum og öllum öðrum sam-
. göngum verði komið í betra liorf. Einkanlega
skyldi hafa að marki og miði að koma ]?ví á,
að banna öllum útlendum þjóðum fiskiveiðar við
landið, og kaupa síðan gufuskip og flytja á því
fiskinn til Spánar.
4. Enn fremr átti félagið að sjá til, að prestum yrði
fækkað sem mest, enn tekjum þeirra varið til
alþýðumentunar, .og allr fjárliagr ríkis og kirkju
aðskilinn.
•ð. Til að bæta fjárhag landsins, skyldi láta.sér fyrst
um sinn mest umhugað um, að lækka sem mest
launahrúgu embættismannanna, taka af öll skatt-
gjöld til þess að létta byrðinni á alþýðu, enn setja
tolla á alla útlenda vöru, nema það sem allra-
nauðsynlegast er, t. d. matvöru, járn o. fl.
■6. Fyrst um sinn skyldi menn skrifa í allar sýslur
landsins til þess að fá sem flesta í hérinn ; enn
svo fljótt sem auðið væri, skyldi útvega sér prent-