Iðunn - 01.01.1888, Page 39
Frelsishermn.
33
smiðju, og gefa út á prenti ritgerðir fyrir almenn-
ing um stjórnarmál, einnig skyldi liðsmenn halda
iðulega fundi til þess að halda mönnum vakandi
við málefnið, og gera þeim sém ljósust róttindi
sín.
7. Félaginu skal stjórnað af einum »general»,og skulu
offísérar hans kosnir i hverjum hreppi landsins;
þegar skal séð um, að þcir geti fengið sér ein-
kennisbúninga.
8. Tillag félagsmanna er 2 krónur, er leggist i sjóð
hjá generalnum fyrst um sinn, þangað til fjár-
stjóri er fenginn. þvi fé skal verja til fram-
kvæmda fólagsins.
þessi voru grundvallaratriði laganna ; enn hvé
víðtæk og mikilfeng þau hafi verið, má bezt sjá
á því, að þau voru rétt álíka löng og stjórnar-
skráin.
— Og svo var þessu stóra, þýðingarmika starfi
lokið.
Eftir fund var talað um bindindi, og kosnir menn
í nefnd til þess að ráða af um það, hvort Frelsis-
herinn ætti að ganga í bindindi um leið eða eigi;
flestir voru reyndar á því; enn það þótti umtals-
mál, livort það ætti að vera frjálst bindindi þeirra
á meðal, eða þeir ætti að ganga í Good-Templar-
regluna. Flestir voru á því, að sjálfstæðara væri,
að Frelsisherinn hefði bindindi sitt fyrir sig, »enn
væri elcki að hlaupa eftir neinni útlendri scr-
vizku».
þegar allar þessar umræður voru á enda og menn
voru farnir að standa upp og loita að húfum sín-
Iðunn. VI. 3