Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 40
34
Jónas Jónasson:
um og höttum, þá stóð upp einn ungr hóndi, ínjó-
hljóðaðr og nefmæltr, setti upp stormhúfuna, og
hallaði henni út í annan vangann, og sagði síðan :
»Ja, xnór hefir uú si svona dottið í hug, fyrst
við heitum nú her, og erum frelsisher, að hvort
það væri ekki ómissandi, að það væri bestiltar
nokkurar byssur og enda korðar líka til vonar og
vara; eg held það sé varasamt að vera vopnlaus.
Ekki fór það svo vel, þegar hann Jörgensen herjaði
á Island, og enginn gat neitt; • sýnist ykkur það nú
ekki, piltar?»
það runnu á suma tvær grímur, hvort ekki væri
tiltækilegt að gefa gaum tillögu þessari; enn fiestir
skildu þó betr, hvað Frelsisherinn átti að gera,
að það var annað enn fara með vopnuin og víga-
ferlum.
það kvað því við hlátr í stofunni eftir litla
hríð.
»Og eg held þess þurfi ekki, Jón minn», svaraði
Hallr brosandi ; »það kemr aldrei til þess, að við
þurfum á þeim vopnum að halda».
»Ja, hver veit það?», svaraði Jón með mestu al-
vörugefni; »eg á reyndar gamla soldátabyssu, sem
eg gæti nú notað; enn það væri gott að það væri
svo sem 20—30 fleiri».
»Alt af ertu með einhverja respektina, Jón; ætl’
þér dugi ekki ljárinn þinn, ef þú þarft að fara í
bardaga», sagði Guðmundr í Barði, og hallaði ofr-
lítið á; »enn mér datt 1 hug, hvort það væri svo
fjarlægt, sem eg ætla að stinga upp á ; eg á nefnil.
dálítið safn af gömlum sálmum og rímum, t. d. Upp-
risusálmana og Fæðingarsálmana, og svo Olgeirsrím-