Iðunn - 01.01.1888, Side 41
Frelsisherinn.
35
ur, Eunsivalsr/mur, Andrarímur, Ferakutsrímur og
ýmislegt íleira, sem fáir eiga; eg hefi aldrei frið
með þetta, allirvilja heyra þær, og þær eru alveg
að rifna hjá mér; mér hefir nú dottið í hug—-það
datt í mig í gærkveldi — þegar Frelsisherinn væri
kominn á þingið, að vita hvernig menn tæki undir
það, að eg fengi dálítinn styrk af landssjóði til þess
að gefa þetta safn út og selja það svo með vægu
verði. það iiafa margar bækr ekki merkilegri verið
gefnar út með styrk aí landsins fé, svo að eg
vildi svona vita í tíma, hveruig þið munduð taka
í þetta».
»Við getum nú alt af talað um það, Guðmundr
minn», svaraði Hallr, og kýmdi við; »enn hart
þætti nú landsstjórninni það líklega, ef það væri
sagt, að þær bækr hafi ekki verið merkari enn
rímurnar þínar».
»Jæja, svo má hafa rímurnar fyrir hersöng, þeg-
ar við förum að berjast með byssunum hans Jóns
í Háastekkn, sagði organistinn frá H . . . . kirkju,
og böglaði upp á höfuð sér brúnum hérahárshatti,
og batt vasaklút rauðflekkóttan yfir í hjálmabönd,
til þess að missa ekki af sér liattinn. »Enn eig-
um við ekki að þruma frelsissönginn, • þó það sé
yfir þessum skálum ? Vín á skálum vinir hér, o.
s. frv.».
Allir sönghæfir hálsar í liópnum tóku undir með
organistanum og sungu kvæðið til enda. Síðan fóru
menn af stað.
Hvassviðrið var ofrlitlu vægara ; það var stætt.
Hallr reið á leið með nokkurum hinum helztu af
3*