Iðunn - 01.01.1888, Síða 42
36
Jónas Jónasson:
samliðum sinum, og talaðist mönnum svo til, að
fundr skyldi haldinn fyrir jólaföstubyrjun.
Iíann skildi við þá Gunnar á Selbrekkum og Arna
á Ærlæk skamt fyrir utan Skarð, og ætlaði svo að
riða aftr.
þ>á var hvassviðrið orðið sýnu geigvænlegra enn
það hafði orðið nokkurn tíma áðr um daginn. þ>að
var kolniðamyrkr, og svo svart í loíti, að varla sá
skil skýja og fjalla ; það dundi ógrlega í fjöllunum,
enn ofan að sjá iðaði fyrir gráhvítri móðu. jpað var
særokið á firðinum.
þ>að var eins og náttúran væri í öðrum einsham-
förum og hugir þeirra .... strandarmanna. Enn
sá var munrinn, að hún vissi hvað hún fór, enn
það vissi enginn hintia; þeir fóru í göuuin út áþá
leið, sem þeir ekki vissu hvað var ; enn hún söng
á tölur sínar, spottandi, hermandi eftir það, sem
fyrir henni var haft.
þegar Hallr reiö heimleiðis aftr frá þeim félög-
um, varð honum erfitt að bamba á móti stórviðrinu.
þegar hestrinn fór beint á móti, varð hann stundum
að standa kyr, og einu sinni, þegar stormrinn stóð
á hlið, sló hestinum fiötum.
þegar b.ann kom utan í hlaðið á Skarði, rauk
dynjandi rigning á með ofsanum, og gerði þá það
veðr, sem Islendingai' segja um, að »ekki sé hundi
út sigandi».
i sömu svifunum kom Teitr bóndi sunnan í hlaðið
úr kaupstað með áburð á tveimr hestum.
þeir rákust hvor á annan á miðju hlaðinu, því að
hvorugr sá annan.