Iðunn - 01.01.1888, Síða 43
JTresisherinn.
37
jpeir heilsuðust síðan, kiptu ofan af klárunum, og
báru klyfjarnar inn í bæjardyr.
»jpað er ekki fært fyrir þig að fara út í þetta,
Hallr», sagði Teitr siðan og strauk uni enni sér;
»þú verðr náttúrlega í nótt».
Hallr tók því vel.
Svo fóru þeir inn.
— ------- Er þeir höfðu lokið snæðingi, og tekið
úr scr hrollinn með brennivínsflösku einni, þá leidd-
ist samtal þeirra frá ahnæltum tíðindum og sveita-
málefnum, heyskap og búskap, að öðrum málum :
að frelsismálunum á íslandi.
»jpið munið hafa verið að koma fótunum undir
Prelsisherinn í dag», sagði TeitrJ »þú kant víst það-
an margt tíðinda að segja».
»Ekki tel eg það' nú; enn komið er það á».
»Jú, og lög og skrá um tilgang og fyamkvæmdir
hersins ?»
»Já».
»Og hvaðer nú aðalstefnan?».
Hallr sagði það í fám orðum, og sagði að lok-
um :
»Og mér þótti slæmt, að þú skyldir ekki vera í
flokki með, Teitr».
»Onei», svaraði Teitr ofrhægt, »mig vantaði til
þess líklega bæði vit og vilja».
»|>á hefði mikið vantað, ef satt væri; enn þó að
viljann hafi vantað, þá veit eg að hitt hefir ekki ver-
ið vandræði með».
»Heldr virtist það nú verða í veizlurini um daginn;
eg stóð nærri einn á móti ykkur öllum*.
»jpú hefiruú, ef til vill, hugsað betr málið síðan».