Iðunn - 01.01.1888, Síða 44
38
Jónas Jónasson :
»Eg var búinn að hugsa um það áðr, og við það
sitr».
»Jæja, enn hvað finst þér nú þá á móti þessu?
ertu þá ánægðr með stjórnina, eins og hún er ?»
»Nei, langt frá; enn henni verðr aldrei kipt í lag
með þessu móti. |>að sannast á sínum thna».
»Jú, ef nýja stjórnarskráin }?rði samþykt».
»Nei, það er nú hnútrinn, sem þið eigið að
leysa, að sanna, hvað mikið gagn verðr að henni,
og sýna það fyrirfram, hvaða órækar enclrbætr hún
ber með sér».
»Nú, það er hægt held eg—færa stjórnina inn í
landið og afla íslendingum meira sjálfsforræðis».
»J á, ofan a».
»0g undir líka, kunningi».
»Jú, ef landsstjóri og stjórnin í Höfn yrði ekki
á einu bnndi; enn eg spái þér því, kunningi, það
verðr seint, sem landsstjórnin hér á landi gerir
annað enn það, sem hún veit að stjórninni felst
vel á».
»Svo ?»
»Jú, ef þið samþykkið á þinginu lög, sem stjórn-
in vill livorki hafa né heyra, þá sannið þið til;
landsstjóníin vill ekki sjá þau heldr; og hver sam-
þykkir svo ?»
»Já—þetta getr nú vel verið, enn það er þó tak-
mark Frelsishersins, að berjast fyrir frelsi íslands
með öllu móti sem hægt er, að reyna til þess að
hrinda af sér kúgunarokinu danska með öllu megni
og reyna að feta okkar eigin götu ; það getr engri
þjóð þirið fram, meðan hún er þjáð og þrælkuð ;
það sýna Norðmenn ; þeir voru ættlerar og aum-