Iðunn - 01.01.1888, Side 50
44
Jónas Jónasson:
»J>að Iagaðist aftr», svaraði Hallr léttlega; »þó
að menn reki sig á snöggvast, þá grær það aftr —
—-----enn að tosa þetta og toga við Dani, og hafa
aldrei neitt, það er óþolandi ; fþað á Frelsisherinn
og skal Frelsisherinn vinna, og, ef ekki með öðru
móti, þá með því að leita til annara þjóða, og láta
þær skipa Danskinum að gefa oss frjálsan tauminn;
þá mætti þeir til — þeir þyrðu ekki annað».
»Ef einhver önnur þjóð sæi sér hag í því; ann-
ars ekki. Enn meðal annara orða, Hallr, livað
eg vildi segja», sagði Teitr og rendi af sjötta
staupið, og bauð Halli, og saup sjálfr á flöskunni,
»eg komst yfir dálitla dæmisögu hérna um dag-
inn ; eg ætla að segja þér hana, þó að hún sé ó-
merkileg».
»Jæja, látum oss heyra», svaraði Hallr, og rendi
niðr úr staupinu.
»Einu sinni hafði torfa af hafsíld og kópsíld sezt
að inn á mjóum firði; enn þegar þar fór að verða
lítið um æti, vildu síldirnar komast burt aftr. Enn
þegar það var svo komið, þá vildi ekki gangrinn
verða greiðr, því að úti fyrir var þétt þvergirðing
af golþorskuin, hlýrum, steinbítum og fieirum fisk-
um. Nú -Var úr vöndu að ráða; síldirnar voru
undirgefnar golþorskunum, og máttu því ekki fara
fyrri enn þeim sýndist. þær gerðu nú sendiför á
fund golþorskanna, og heimtuðu að þær fengi að
fara, enn golþorskarnir bara börðu sporðunum, og
sögðu : »»Við einir höfum vald í sjónum ; bíðið þið
eftir okkar hentugleikum ; þið haíið nóg fyrir inn-
an okkur, þið þurfið svo lítið»». þetta þótti síldun-
um þung svör, og leituðu á land til mannanna og