Iðunn - 01.01.1888, Síða 52
4(i
Jónas Jónasson:
»Svona fÓL’ það þá», svaraði Hallr; »enn hveru
skrattann á nú þessi historia að þýða ?»
»það verðrðu að segja þér sjálfr, kunningi, enn
það eitt veit eg, að ef þú hugsar um hana vel, þá
færðu eitthvað út úr henni, sem eg skil elcki sjálfr
enn þá ; eg katm ekki að útskýra han fyrir neinum,
enn læt hvern sjálfráðan#.
Hallr var orðinn hugsi við alt þetta. Enn meira
varð ekki af samræðunum að sinní, því að fólkið
vildi fara að lesa hiíslestrinn. Varð fyrst langt
umtal um það, hvort lesa skyldi á Jónasarhug-
vekjur eða Pétr, enn þá kom einu með spónnýjar
Stefánshugvekjur, og af því að þær voru nýjar, for-
vitnaði menn að heyra þær. þegar Teitr var á
enda með lestrinn, og söngr, bænir og góðar stundir
voru um garð gengnar, var farið að dæma um hug-
vekjuna ; gekk til þess auk ýnrissa annara útúrdúra
góðr klukkutími.
Svo var farið að hátta. Hallr svaf frammi í
dyralofti.
Enn liann svaf ekki hálfa nóttina.
Stormiinn buldi á bæjardyrunum fram undir
dag.
Enn eins hvast var þó í brjósti Ilalls ; hann gat
ekki sofið fyrir heilabrotum ; hann fann að hann
hafði ekkert vit á því, svo sem til þurfti, að ger-
ast pólitiskr flokksforingi ; hann hafði látið Teit
hræra í sér með magnlitlum orðavafningum, að
honum fanst; enn þó réð hann ekki við þá.
Út úr þessum vandræðum sofnaði hann.
Oðara enn hann var sofnaðr, fanst honum hanu
vera þar enn í loftinu, enn þakið vera horfið.