Iðunn - 01.01.1888, Page 53
Frelsisherinn.
47
Hann sá út í bláan geim, eins og þétta og djúpa
móðu í fjarska. Fram undan sér sá hann breiða
og slétta braut, og beggja megin við hana fagra og
græna völlu. A bak við risu fjöll í fjarska, og
beltuðu sig þokubönd eftir þeim miðjum.
Svo sem góða túnslengd frá honum sá hann rísa
höll eina fagra. þangað lá brautin úr loftinu hjá
honum.
Enn hvað höllin var fögr ! Framan undir henni
allri voru yndisfagrar súlnaraðir, enn á höfuðásn-
um yfir súlunum voru myndir og flúr úr marmara
að sjá. Gnæfandi turnar gnæfðu upp í skýin til
beggja hliða, enu í miðjunni breið bust með ein-
lægum smáturnum. Alt á milli siilnaraðanna virt-
ust honum eintómir gluggar, og var eintómt ljóss-
haf og ljómandi fegrð inn að sjá.
Frá höllinni eymdi til hans óm af söng og
hljóðfæraslætti, sem snart eyrun með unaðsþýðum
blæ.
»Hér er víst gott að vera; þetta er víst höll
frelsisins», hugsaði Ilallr með sór í svefniuum.
Hann þóttist hafa sig á fætr, og ganga eftir braut-
inni til hallarinnar.
Enn því hraðara sem hann gekk, því lengra
virtist honum verða til hallarinnar ; hún leið alt
af lengra og lengra í burtu, eða öllu heldr: honum
fanst hún alt af vera í sama stað, enn hann alt
af firrast hana meir og meir. það var eins og
hann væri að elta tíbrá. það kom yfir hann ein-
hver ónota hryllingr og ofboð ; hann fór að hlaupa,
enn höllin færðist alt af fjær eftir sem áðr.
Vegrinn var orðinn óslóttr og klungróttr ; liann