Iðunn - 01.01.1888, Page 55
Freliisherinn.
49 •
°g raunalega, að það gekk bæði í gegn um merg og
bein :
»Og þú, Hallr !»
Við þetta hrökk hann upp.
Hann var löðrandi sveittr og hálfhræddr.
jpað var orðið hálfbjart af degi.
Iíann var mjög fámálugr um morguninn, og fór
Vonum bráðara á stað heim til sín.
l>á var komið bezta veðr.
IV.
I sorg og dauða finnr hver sjálfan sig.
Hálfum mánuði síðar enn fyrr segir, var kom-
mn snjór og hríðar; jörðin var öll hvít af snjó;
náttúran hvildi dauð undir líkhjúpinum, og beiö í
frostböndunum upprisu vorsins.
jpenna tíma var Hallr ekki eins og hann átti að
6ér. Hann, sem ætíð var svo glaðlegr og fjörugr,
Var nú oft þögull og hugsi.
Frelsisherinn stóð honum alt af fyrir hugskots-
sjónum ; þetta stórkostlega fyrirtæki, sem honum
fanst í fávizku sinni áðr vera vegr til að gera hann
ódauðlegan í sögu Isands, sem hann hafði hleypt
af stað fremr af marglæti og eins konar andlegum
gapaskap, fór smámsaman að verða honum að and-
legri' byrði.
Hann fann að sönnu, að það var hægt að koma
IVelsishernum á fót, eun að koma fram tilgangi
hans, og stjórna honum, berjast með þeim réttu
Vopnum, og beita sér og honum til þess að verða
að liði — þetta var honum ekki ljóst; hann efaðist
Iðunn. VI. 4