Iðunn - 01.01.1888, Page 56
50
Jónas Jónasson:
stundum um, að það yrði nokkurt lið að honuun.
Ivenningar aftrhaldsmanuanna mat hann að engu;
hanu virti þær ekki svo mikils, að reyna til að
reka þær ; kenningar frelsismannanria skrifaði hann
þegjandi undir í huganum, án þess að rannsaka
þær heldr til hlítar ; þessu gat hann hvorutveggju
varpað frá sér með ró. það.var ekkert áhyggju-
efni.
Enn hann var hvorugu nógu vel kunnugr til þess,
að geta verið þar maðr í milli.
Blendingskenningar Teits, í Skarði höfðu liaft
mikil áhrif á hann. Hann skildi þær reyndar heldr
ekki vel, enn fanst þó að liann ekki gæti rekið þær
með rökum.
Með öðrum orðum : sjálfr frelsismaðrinn, foringi
Erelsishersins, var farinn að efast.
— Laugardagskveldið hálfan mánuð af vetri
kom maðr á gluggann að Háafelli, og beiddist
gistingar. þ>að var illhryssingslegt veðr og fjúk
mikið.
Manninum var sögð heimil gistingin, og kom
hann inn.
Hann var utan af strönd, og kunni frá tíðindum
að segja.'
Hann sagði frá því rneðal annars, að Herdís á
Moldastöðum lægi, og væri sögð ruikið nær dauða
enn lífi.
J>að datt ofan yfir Hall. Honum flaug í hug
draumrinn frá Skarði. Ef frelsiseldrinn ætlaði að
kulna, eins og höllin fagra hvarf í móðmini og þok-
unni, og Ilerdís svo að birtast lionum eins og lík
með álösunarorð fyrir dánarkveðju ! ?.