Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 58
52
Jónas Jónasson:
hann spurði sjálfan sig að því, hvaða rétt hann
hefði til þess að ríða svona út eftir, þó að Herdís
á Moldastöðum væri veik. Fyrir sjálfum sér fann
hann, að hann hafði til þess hinn bezta rétt, sem
fundinn varð, rétt ástarinnar; enn fyrir öðr-
um ?------.
Hvað mundi Einar gamli segja, að hann, fram-
fara- og frelsishetjan, þyti undir eins á stað og þessi
stúlka veiktist?
Ilonum lá við að skammast sín, fyrir hvað, vissi
hann ekki ; enn eigi leið á löngu, áðr enn inn
betri maðr í brjósti hans vann sigr.
Innra með sér fann hann örugt vígi móti hæðni
Einars, skósum og skensi heimsins. jpað var sú
vitund, að fylgja og hlýða sannri, matmlegri til-
finningu.
Og svo reið hanu áfram, og kom um miðmunda-
bil að Moldastöðum.
Ilann drap þegar á dyr, og gerði boð fyrir Ein-
ar með þeim, sem til dyranna kom.
. Einar kom til dyranna.og var miklum mun daufari
enn hann átti að sér að vera.
Flallr heilsaði honum þegar, og tók hann því
dauflega. •
»Eg veit ekki hvar eg á að bjóða þér inn, Hallr;
eg held það sé heldr mikið veikindaloft í baðstof-
unni hjá mér handa pólitíkinni þinni».
»Sleppum því nú, Einar minn», svaraði Hallr liálf-
dauflega; »enn má eg spyrja, hvernig líðr lieima? eg
hefi heyrt hún lægi, hún dóttir þín».
».Jú—henni líðr fremr báglega ; það er Verið að
sækja prestinn til þess að þjónusta hana».