Iðunn - 01.01.1888, Page 59
Frelsisherinn.
53
»Jæja».
»|>orirðu að lcoma inn?—þú getr eins lokið erind-
um þínum við mig framrni, ef þú vilt; enn þaó er
kalt frammii).
»Eg vil helzt korna inn», svaraði Hallr, kastaði
af sér snjófötunum, og gekk inn eftir Einari.
I frambaðstofunni sagði Einar vinnumanni sínum,
að liirða hest Halls, og gefa honurn tuggu meðan
hann stæði við.
Hann fór með Einari inn í hús hans.
Húsið var fremr snotrt, enn gamalt baðstofuhús.
Stór fjögurra rúðna gluggi var á austrlilið og undir
honum borð rauðleitt. Fyrir stafni voru tvö rúm.
Var slegið fjalbríkum breiðum fyrir framan rúmiu
bæði til höfða og til fóta; voru þær að neðan greypt-
ar ofan í rúmstokkana, enn að ofan voru þær negld-
ar framan í slá eina, sem var fyrir ofan bæði rúmin.
Af slánni og upp að gafiþiljunum var hirninn úr
þunnum fjölum, og lá þar uppi kambar, ullarskjóð-
Ur, kembulár og ýmislegt annað skran.
f>að rúmið, sem nær glugganum var, var rúm
þeirra hjóna.
I hinu lá Herdís.
A stól á milli rúmanna sat f>orgerðr í Skarði.
|>ar við rúmið var borð eigi stórt; á því stóð
saumamaskína, og ýmsir aðrir smámunir.
Yfir við þilið á hurðarbaki var lagleg kommóða
með gulflikróttum vaxdúk yfir. Á kommóðunui stóð
brúnn saumastokkr spónlagðr, enn þar uppi yfir
békk dálítill spegill.
Hinu megin við hurðiua stóð klukkukassi með
gamalli átta daga klukku í.