Iðunn - 01.01.1888, Side 61
Frelsisherinn.
55
upp núna, eins og veðrið er; eg fengi engan til
þess».
»Enn er þetta ekki líka samvizkupóstr, aö reyna
ekki annað enn þessa gutlara? Ef enginn þorir að
fara yfir uni, skal eg reyna að komast það. það
væri þó líklegt eg fengi einhvern með mér».
»Oðrum stæði nú líklega nær, enn að þú færir,
Hallr», sagði Einar og leit framan 1 liann; »enn
ef eg fæ engan, þá verð eg þó feginn, ef þú vildir
gera það».
Rétt í þessum svifunum var sagt að prestr væri
korninn; það hafði ekki verið ínessað.
Einar fór út, og kom innan stundar með hann
mn með sér.
Prestrinn var aldraðr maðr og hæruskotinn.
IJndir eins og hanu kom inn, gekk hann að rúm-
inu og aðgætti Herdísi vandlega.
Hún var vakandi. Enn vegna magnleysis og
deyfðar gat hún varla svarað orði, þó að hún vissi,
hvað fram fór í kring um hana.
Iiún var með ráði þessa stundina. þ>að var ann-
ars orðið mjög sjaldan upp á síðkastið.
Prestrinn vildi þegar byrja skylduverk sitt.
Hallr vildi fara strax af stað að leita læknisins,
enn Einar vildi að hann biði eftir því, að þjónustað
yrði. Lét hann það vera, enn tautaði eitthvað um,
að það mundi lítið batna við það.
þjónustugerðin fór þegar fram, og stóð eigi lengi
yfir. Prestrinn las að eins hina vanalegu formála,
°g útdeildi síðan brauðinu og víninu. Að því loknu
talaði hann upp úr sér lágt, enn blítt og skilmerki-