Iðunn - 01.01.1888, Page 62
56
Jónas Jónasson:
lfiga hjarfcnæma bæn, og skoraði um leið á alla,
sem við voru, að biðja með sér fyrir hinui sjiiku.
Svo söng hann eftir sálm úr sáhnabókinni með
blíðri og lágri röddu, og raulaði Hallr undir með
honum.
jpó að ekkerfc í almennri guðsþjónustugerð hefði
nokkurn tíina haft önnur áhrif á Hall, enn að finna
hvort prestinum sagðist vel eða ekki, og hann áliti
slíkt þýðingarlaust vanaverk, þá liafði þó þessi ein-
falda athöfn áhrif á hann.
Eftir buðu þau foreldrar Herdísár og systir henn-
ar henni góðar stundir með kossi.
Hann sárlangaði til að gera það líka. Hann,
sem var henni svo kunnugr frá barnsaldri, þegar
þau voru nábýlisbörn, hann á Háafelli, enn hún í
Víðidal, næsta bæ.
Enn þau voru orðin ókunnugri síðan----------og
eldri.
f>að var meira enn ástin ein, sem stílaði þessa
löngun í hjarta hans. það var einhver innileg
sampíniug með hinni dauðasjúku mey— einhver ó-
sjálfráðr samfögnuðr með henni, sem var nýbúin
að fá fyrirgefningu synda sinna og vegabréf til guðs.
Og þó fanst honum hann ekki trúa á sakramentið,
að það hefði neina þýðingu.
Enn svona er mannshjartað djúpt, að það hylur
ótal leyndardóma, sem mann grunar sízt. það
var til trú í einum afkyma 1 hjarta lians, sem
hann hélt hann væri búinn að rýma burt fyrir
löngu.---------
Hann bauð Herdísi góðar stundir með handabandi
og gekk svo burt.