Iðunn - 01.01.1888, Page 63
Frelsisherinn.
57
Hún tautaði sálmvers fyrir munni sér.
Rétt í þessu kom kaffið inn.
■— — Að lítilli stundu liðinni fór Hallr af stað.
Hann lét fólkið lýsa sjúkdómi Herdísar svo vel
sem unt var, og fór síðan.
Enginn þar af heimili treystist að fara með hon-
Um. Duglegasti maðrinn var að sauðurn, og mundi
ekki koma heim fyrri en í myrkri að haldið var.
Kot var þar við túnjaðarinn ; þar bjó fátœkr
bóndi, er Gísli.hét.
Gísli þessi var svo gerðr, að hann fianaði aldrei
að neinu ; hann fór stilt og gœtilega, og því köll-
uðu dugnaðarmennirnir hann Gísla varasama.
Enn þá loksins hann var kominn að einhverju, þá
varð ekki á öllu betra liðsmann kosið til hvers er
Vera skyldi.
jþenna mann hitti Hallr, og bað hann að koma
með sér.
það gekk nú reyndar ekki orðalaust af; enn eftir
langa mæðu fór þó Gísli að tína utan af sér fötin
og fara í önnur.
Að öllu fór hann sér hægt. Svo fór hann fram
í búr og- fekk sér bita. Svo var hann ferðbúinn.
þeir gengu niðr að sjó ; þar hvolfdi fjögra manna
far, sem Einar átti, hinn bezti bátr, með Engeyjar-
lagi; þenna bát settu þeir fram.
jpeir settu til mastr og segl, þegar þeir voru rónir
fáa faðma frá landi.
f>á var Gísli búinn að ná sér. Hann var hinn
fimasti við bátinn, og er alt var til búið og skriðr
var kominn á, tók hann ofan hatt sinn oglasbæm