Iðunn - 01.01.1888, Page 69
Frelsisherinn.
63
|>að veit enginn, hvað þau hafa talazt við —
hvort það hefir verið langt mál eða stutt, enn
víst hefir það verið stílað af samhljómi tveggja
hjartna.
Undir daginn, þegar Einar gamli vaknaði, varð
honum hálffelmt við : Hallr sat á stólnum á ská
fyrir miðjum rúmstokknum, og hallaðist upp á
koddahornið fyrir framan Herdísi; hún snori fram
í rúminu, og hafði hœgri handlegginn yfir um brjóst
Halls og upp með vanganum hinu megin;
vinstri handleggrinn lá upp yfir svæfilinn og í kring
um höfuð henni.
þ>au steinsváfu bæði.
þau liöfðu sofnað svona í ógáti!
Herdís var .orðin lífiegri í andlitinu enn áðr; koll-
hríð veikinnar var af staðin.
»Nú er Herdísi óhætt, það Sé eg», sagði Eiuar
gamli, þegar hann var búinn að gá vel að lijónaleysum
þessum; »enn hann skal fáþað borgað, sá skratti,
ef hann verðr nú ckki eins og eg vil hafa hann#,
V.
Hver er sjálfum sér næstr.
|>á í vikunni reið Hallr heim til sín.
Herdís fór dagbatnandi.
Enn einhvern veginn var það svo, að Hallr var
ekki ánægðr. Hann vissi og fann, að hann átti
allan huga Herdísar, enn Einar gamli var ekki
búinn að segja já og amen enn þá, og það var nú
ekki svo lótt á metunuin, hvað haun sagði, karl-
inn sá.
Nú mundi hann eftir þvf, að /ullnaðarfundr