Iðunn - 01.01.1888, Side 70
64
Jónas Jónasson:
Frelsishersins, um ýmsar nákvæmari ákvarðanir
honum viðvíkjandi, átti að verða haldinn fyrir jóla-
föstubyrjun.
Erm nú var trúin dauð ; hann lifði nú ekki lengr
með lífi og sálu í því, að hrjóta bág við stjórnina,
-eða gerast forvígismaðr fyrir ófullburða frelsis-
hreytingum. Sannfæringin var dofnuð, framkvæmd-
arlöngunin var sofnuð ; liann sá, að það var betra
'Og hyggilegra að leita sér orðs, fjár og frama með
einhverju, sem hann var betr vaxinn, sem hann
vissi betr, og meiri von var til, að hann gæti kom-
ið fram.
Fortölur Teits f Skarði, enn einkum Einars á
Moldastöðum gerðu bg sitt til; við það varð hon-
um ljósari staða sín ; hann fólst ekki á alt sem þeir
sögðu, enn það varð til þess, að hans eigin skýja-
horgir lóku á reiðislrjálíi,—-og hrundu.
Svona hlýtr það að fara, að gerast forvígismaðr
þess málefnis, sem maðr er ekki fær urn, skilr ekki
og ræðr ekki við.
Svona fer það, að ætla sór að halda því fram,
sem ekki er insta sannfæring manns, heldr að eins
stundarímyndun, stundarreykr eða mannalæti; það
dettr úr því botninn, þegar minst varir.
Enn Hallr var í vandræðum.
Hann gat ekki fengið af sér að boða formönn-
um Erelsishersins, að hann væri genginn aftr úr
skaftinu.
Enn honum hugsaðist, að þeim kynni að vera
farið líkt og sér, að þeir hefðu dofnað, þegar frá
leið.