Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 71
Frelsisherinn.
65
Honum kom því til liugar, að reyna að þegja
Prelsisherinn í dá, og lét því ekkert á sér kræla.
Hann boðaði ekki til fundarins.
— Seint á jólaföstuuni fekk hann bréf frá þeim
Gunnari í Selbrekkum og Arna á Ærlæk,- sem hér
fylgir eftir :
„Með því að þér liafið sýnt undarlegt skeytingar-
ieysi í því efni, að kalia saman funcl þann, er álcveð-
inn var fyrir jólaföst, sem formaðr og „general11 Frels-
ishersins, liefir komið upp óánægja meö ýmsum liðs-
mönnum út af því, og skorum viö því á yöur, í nafni
Frelsishersins, að þér Uallið saman fund ið allrafyrsta
hægt er, til þess að mál þau vorði þar útkljáð, sem
mest liggr á. Við vonura, aö þér Játið ékki hirðuleysi
yðar frekara liamla þessu veffi iðarmáli fóstrjarðar
vorrar11.
jpetta bréf kom Halli illa ; enn þó réð haun af
að rita þeim aftr, bera fyrir sig ýmsar ánnir, og
•biðja þá að kalla saman fundinn fyrir sig.
Litlu seinna var honum boðað, að aðalfundr
skyldi haldinn í Prelsishernum á gamlársdag að
Háafelli.
A gamlársdag var allrabezta veðr, bjart og frost
nokkurt; það hafði komið liláka um jólin, og var
því snjóbert og rifabjarn yfir alt.
Snemma morguns lagði Iíallr á hest sinn, og
reið af stað hvað af tók, og alla leið út að Molda-
stöðum.
Frelsishermennirnir á bæjitnum, sem hann reið
hjá, gláptu á hann, þegar hann fór hjá, og skildu
sízt í, hvað hanu gæti verið að fara.
Enn sumir stungu saman nefjum, og sögðu:
Iðunn. VI. 5