Iðunn - 01.01.1888, Síða 72
66
Jónas Jónasson :
»Honum er orðið annara um, að það fari ekki
illa um reiturnar hans Einars gamla á Moldastöð-
um, enn um frelsið ; verði honum gott af».
Enn hann reið af út að Moldastöðum, og lét á
engu bera; Einar gamli tók honum vel, eins og
hann var vanr, enn var venju framar kýmileitr á
svipinn.
þ>að bar ekkert til tíðinda um daginn.
Enn um kvöldið, þegar húslestri og borðhaldi
var lokið, og liðið var á vöku, vissi Hallr ekki fyrri
til, enn Herdís kom inn með bakka mikinn.
A bakkanum stóð konjaksflaska mikil, fyrir víst
pottflaska, ferstrend og fornleg, með lágum stút;
þar var og vatnskanna með sjóðandi vatni, og stórt
sykrker, og tvö glös.
Einar gamli varð nú mjög brosleitr og hýr, og
bað Hall að gera svo vel.
þeir brugguðu nú í glösin, og tæmdu þau fyrstu,
og töluðu þá út um alla heima og geima.
jpegar búið var að brugga í þriðja glasið, leit
Einar gamli svo glottaralega til Halls, og sagði :
»Eg trúi það ætti að verða fundr hjá þér í dag,
eða var ekki svo ?»
»0—ójú, það átti að halda íund», svaraði Hallr,
eins og honum væri ekki mikið um þessa spurn-
ingu gefið.
»j?að mun hafa átt að setja Frelsisherinn á lagg-
irnar til fulls, heyri eg sagt».
»Eg trúi þeir ætluðu sér það», svaraði Hallr jafn-
utan við sem áðr.
»|>eir ? — svo sem hverjir ?» svaraði Einar aftr og
lét sem það kæmi flatt upp á sig.