Iðunn - 01.01.1888, Síða 74
68
Jónas Jcmasson:
hvað Einar fór, að hann vildi komast fýrir skoð-
anir hans. Einar vissi vel, hvað Frelsisherinn átti
að gera, og hvernig nú stóð á, og fann Hallr það,
að hann ætlaði að leiða liann í gönur. Enn liann
fann líka, að ekki dugði annað enn segja hér um
bil satt. Honurn fanst Einar lesa í hug sinn.
Ilann sagði honum því höfuðatriðin úr skrá Frels-
ishersins. /
»Já, mikið átti nú að gera», svaraði Einar, er
lestrinn var á enda, »sízt er því að neita ; fáum
stjórnvitringum hefði víst dottiö í liug að koma
öllu þessu í verk í eiuu ; varstu nokkurn tírna svo
grunnhygginn að halda, aö það væri hugsan-
legt ?»
»Já, eg hélt það».
»Og jæja, til þess þurfti þó meira enn meöal-
flón».
»Eg lield eg hafi líka verið það», svaraði Hallr
hálfvándræðalegr; »enn eg sá það í tíma, að þetta
var tóm loftbygging, svo að eg fór að hægja á mér,
þegar eg sá, hvernig í öllu Iá».
»Já, svo hún hryndi ekki ofan á þig og dræpi
þig».
»Jæja, hvað sem nii um það hefði orðið —; eg
fann bara, þegar eg fór að hugsa um þetta betr,
að það var sumt á veikurn rökum bygt, og sumt
svo, að það var ómögulegt að koma því fram ; svo
fann eg, að eg var ekki fær til þess að standa fyrir
því; mig vantaði mentun til þess».
»þú hefðir nú aldrei tekið upp á þessu, ef þú
hefðir verið betr mentaðr enn þú ert í þeim efn-
um».