Iðunn - 01.01.1888, Blaðsíða 75
Frelsislierimi.
69
»f>að getr vel verið*.
»Enn hver kom þá fyrir þig vitinu ?»
»Eg veit það ekki; eg held eg hafi fundið það
sjálfr ; svo vaktist eg til umhugsunar um sumt
af ýmsu, sem Teitr í Skarði talaði við mig, og svo
þú, meðan eg var hérna í vetr».
»A, var það svo? — enn þér er líklega óhætt að
eigna mér mestan partinn af því; því að þó að
Teitr í Skarði só hálfhringlandi í pólitíkinni, þá á
hann þó mér að þakka, að hann er ekki vitlaus-
ari enn hann er, og eg var það, sem bað hann að
tala við þig, og reyna að fá þig ofan af þessari
vitleysu».
»A ?» svavaði Hallr og lileypti upp brúnunum, og
ieit á Einar stórum augum.
»Ojá, mér féll það illa, að eins gott mannsefni,
eins og þú ert, skyldir gefa þig við þessum vind-
böglingi, sem hlaut að verða að engu, eða, ef bezt
gerði, til athlægis. Eg. hafði alt af gott álit á þér
1 rauninni, og vildi svo feginn bjarga þér, ef eg
gæti; enda var það sannast að segja, að eg hefði
aldrei» — hann skelti lófunum á öxlina á Halli —
»látið það við gangast, að hafa pólitiskan smiðjubelg
íyrir tengdason».
Hingað til hafði Herdís setið á rúmi sínu og
Verið að hekla eða við eitthvert annað svoleiðis
eiuávegis fítl; enn nú fann hún ástæðu til þess að
taka kertið, sem stóð á borðshorninu hjá henni, og.
fara fram.
Hallr jankaði að eins við, og leit á Herdísi.
»Nú, eg held þér liggi ekki á að stroka fram,