Iðunn - 01.01.1888, Page 76
70
Jónas Jónasson :
stelpan, sagði Einar glottandi, er hún gekk fram ;
»nú jæja, hún er þá farin».
Loksins mannaði Hallr sig npp, og sagði :
»Enn viltu þá hafa mig það nú ?»
»Upp á hverju ætlarðu að taka næst ?»
»Sjá um búið og jörðina mína».
»Og hætta við alla pólitík ?»
»Ekki veit eg það — og það held eg þó, enn að
minsta kosti að hætta við Frelsisherinn, og allar
svoleiðis öfgar ■—; eg er búinn að fá andstygð á
því».
»Já, menn fá nú oftast andstygð á þeirn, sem
menn liafa svikið», svaraði Einar; »enn ef þú skiftir
þér ekkert af því máli, hvorki til né frá hóðan af,
enn lætr það deyja svona út, eins og fuðr í smu,
þá skal eg ekkert hafa á móti því, að hafa þig fyrir
tengdason».
»Jæja», svaraði Hallr feginsamlega; »eg skal lofa
því».
»Svo skulurn við þá klingja upp á það», svaraði
Einar, og sló glasinu svo fast við glas Halls, að
það sprakk ofan í botn.
Svo drukku þeir trúlofunarminni, og tóku svo
hönduin saman og kýstust eins og hjartans ánægðir
tengdafeðgar.
Svo saup Einar gamli á konjaksflöskunni, lét í
glasið sitt upp til miðs, og blandaði síðan, og bauð
Halli að gera ið sama.
Síðan staulaðist hann fram í húsdyrnar og
kallaði:
»Sigga, farðu fram og segðu henni Dísu að koma
Jnn».