Iðunn - 01.01.1888, Síða 78
72
Jónas Jónasson:
ina; þá skaltu ekki fá eitt hár af henni Herdísi
minni; það sver eg við hausinn á mér—og---------—».
Meira heyrðist ekki; það varð að óskiljanlegu
urri.
Og svo fór hann að hrjóta.
Enn þau hjónaefnin drógu sig yfir á rúm Her-
dísar, og sátu þar á tali langt fram á nótt. Fólk-
ið var að spila fyrir framan.
Svo var Halli fylgt til stofu og boðið að hátta
þar.
Hann gat ekki sofnað undir eins ; það var margt,
sem réðist á huga hans í einu. Hann var mjög
sæll með sjálfum sór að vera trúlofaðr Herdísi, enn
hann var þó ekki alls kostar ánægðr með það,
hvernig tildrögin voru orðin að því.
Hann fann, að hann var orðinn sekr í tvennu ,
framhleypni og lítilmensku : að þjóta í vitleysu íit
1 það, sem hann hafði ekkert vit til að koma að
neinu leyti fram, og var að sumu leyti óhugsan-
leg staðleysa; og hitt, að læðast svo þegjandi frá
flokki sínmn.
Hann fann reyndar, að það var eðlilegt, að hverfa
frá vitleysunni, þegar hann fengi vit á því, að svo
var. Enn það var annað verra : hann var ekki
sannfærðr uin, að það væri alt rangt og vitleysa,
sem hann slepti. Enn hann ásetti sér að kynna
sér það betr, og sjá svo hvað setti.
Enn að hlaupa svona þegjandi úr liði — að
svíkjast burtu, það gat hann ekki afsakað. Loks-
ins komst hann á þá niðrstöðu, að rita þeiin for-
ingjunum, Gunnari og Arna, bréf, og reyna þar að
gera skynsamlega grein fyrir liðhlaupi sínu.