Iðunn - 01.01.1888, Side 79
Frelsislierinn.
73
Hann stílaði töluvert af bréfinu í huganum.
Honum fanst það rækalli smellið hjá oss.
Enn svo fóru hugrenningarnar að smáruglast og
ðofna, og það leið ekki á löngu áðr enu hann sofn-
aði.-------
■-------Síra Sveinn var kominn upp á stólinn.
fyrir góðri stundu, þegar þeir Einar og Hallr komu
í kirkjuna á Skarði á nýársdag. þeir höfðu orðið
seinir í heimanbúnaði um morguninn.
Prestrinn prédikaði skýrt og skorinort, oins og
Vera ber; liann var nokkuð meira enn miðaldra
rnaðr, mitt á milli gamla stíls og nýja stíls.
Eramfaramönnunum fanst hann sveigja í ræðu
sinni að því, að þeir gripi fram fyrir tímann og
sjálfa sig, elti þær hugmyndir, sem þeir ekki væri
færir til, enn gleymdi því, sem fyrir héndi væii að
endrbæta og laga heima lijá sjálfum sér.
Hann sagði þetta væri görnul synd mannkyns-
fns, að elta fjarlæga skugga; Cicero gamli hefði
sagt: Vér erum vanir að fara langferðir, jafnvel
langt yfir haf út, til þess að sjá það, sem vér virð-
urn ekki viðlits heima hjá oss ; vér eltum útlend-
an hégóma og hugmyndir, ósæmandi og ósam-
kvæmar þjóð vorri og landi, í stað þess að laga
þær hugmyndir, sem heima fyrir væri til, og koma
þeim í það horf, er gæti verið landi og þjóð til
sóma og frama. Hann rakti þetta mál út í æsar
tneð dæmum úr enu daglega lífi.
Síðan snori hann sér að enu andlega lífi, sam-
bandi mannsins, og einkanlega hinnar nýju tíðar,.
við guð, trú og kristindóm, og eggjaði menn eigi
síðr í þeim kaflanum, að byrja nýtt líf með nýju