Iðunn - 01.01.1888, Page 80
74
Jónas Jónasson:
ári. Hann var eigi síðr heitr eða talaði af ákafa
og sannfæringu í þeim kaflanum.
Flestir hlustuðu vancllega á ræðu prests ; nokk-
urir Frelsishermenn drápu titlinga eða hniptu hver
í annan.
Eftir messu voru menn á gangi iiti og inni og
hvar sem vera vilcli; veðrið var svo bjart og fagrt,
að það var unun að vera iiti.
Hallr stóð úti við kirkjuvegg, og var að tala þar
við einhvern.
Gunnar í Selbrekkum kom aðvífandi sunnan hlað-
ið, og óðara enn hann sá Hall, kallaði hann upp,
svo allir heyrðu, sem úti voru :
»Ertu þarna, Grautar-Halli ? heyrðu mig um hálft
orð, ef þú mátt vera að því».
Margir hlógu af þeim, sem úti voru.
Hallr brá lit, enn gekk þó til hans.
»þú straukst af fundinum í gær, eða heldr á
undan honum — ertu að svíkjast úr liði með okk-
ur ?» sagði Gunnar, af töluverðum móði, eins oghon-
um væri mikið niðri fyrir.
»Já, eg er farinn að sjá, að þetta er vitleysa, sem
við höfum ætlað okkur; eg er horfinn frá því síðan
eg fór að kynna mér málð betr».
»Og bölvaðr þyrillinn —; enn við hverju var líka
að búast af þór, sem aldrei hefir haft staðfeatu til
neins».
»Hvað sem þú segir um það —- mér stendr það á
sama; það bítr aldrei á mig til muna».
»Jþað er auðheyrt þú hefir ekki til ónýtis lent í
niðrsetunni á Moldastöðum —; hvað kostar stelpan