Iðunn - 01.01.1888, Page 82
76
Jónas Jónasson:
VI.
Nascitur ridiculus mus“.
Vetrinn leið og vorið gekk í garð ; hafísinn kom
og fór aftr, fannir leysti úr hlfðum, og flatinn var
orðinn grænn.
5pað voraði svona líkt og gerist, góð tíð með köfl-
um, en kuldaskot á milli ; kóngsbænadagshretið og
hvítasunnukastið vorn hálfslæm, og fardagaflanið
ógnarlega kalt, enn þó komst flest svona bærilega af,
nema hjá einstiiku manni, sem ekki kunna við að
búa svo, að það hrökkvi ekki eitthvað upp af úr lior
hjá þeim á ári hverju.
— Frelsisherinn hélt um vetrinn fund mikinn á
þorraþrælinn, og var þá Gunnar á Selbrekkum kos-
inn »general» með atkvæðafjölda. Bnn hvað sem
því olli, þá fór að brydda á ósamkomulagi með ýms-
um í hernum. Hitinn og ákafinn fór að minka,
eldrinn að kulna, sannfæringin að sljóvgast. það
smádoðnaði yfir félaginu.
A þeim fundi var ályktað, að skrifa skyldi ýms-
um betri mönnum í næstu sveitum, sem menn höfðu
veðr af að væri frelsisvinir, og biðja þá að safna
liðsmönnum f herinn.
þ>á var lokið að prenta lög félagsins, og kom alt
upplagið á fundinn. Að fundarlokum var ákveðiun
fundr að nýju á sumardaginn fyrsta.
Gunnar og Arni rituðu um 40 bréf, og báðu
alla að senda sér ið fyrsta svör sín, að þau gæti
komið til umræðu á fundinum á sumardaginn
fyrsta.
Tíminn var stuttr. Enn þeir vonuðu, að menn
tæki þessu stórvægilega frelsisstarfi svo báðum hönd-