Iðunn - 01.01.1888, Page 83
Fi'elsisherinn.
77
um, að þeir þyti upp til handa og fóta, að ganga
í lið með sér.
Enn það brást; að eins þrjú bréf komu aftr, og
þau lýstu öll vantrausti bæði á málefninu í þeim
atil, sem það var, og enda á forstöðumönnunum.
Engir aðrir svöruðu.
Eitt bréf kom að sönnu nokkuru eftir sumar-
mál; það var líks efnis, og svo bætt viö, að ann-
aðhvort mvmdu þeir þar stofna pólitiskt félag út
af fyrir sig, enn væri eigi að hiudast öðrum, eða
þeir gengi í félag með jpjóðliðinu í jpingeyjarsýslu;
það væri álitlegra og öflugra félag enn þetta.
jpessar undirtektir urðu mjög til þess, að draga
afl úr Frelsishernum. Menn mistu trúna hægt og
hægt, og þá var þegar dauðameinið tekið að búa
Um sig.
jpað sást þegar á fundinum á sumardaginn
fyrsta.
Ilann var verr sóttr enn áðr var.
j?á var fundr settr á föstudaginn í fardögum.
Enn alt af var trúin að minka; ráðagerðirnar um
vetrinn höfðu gengið fram úr hófi, enn ekkert varð
af framkvæmdum.
Foringjar og nefndarmenn hersins riðu hver til
annars, lögðu saman daga og nætr, enn aldrei
gerðist neitt. Mest var samt um heimreiðar á
Selbrekkum ; Gunnar komst í heyþrot fyrir hesta-
gjafir, og varð að fá heylán á Moldastöðum.
A föstudagsfundinn komu einir sjö menn, og gerðu
ekki neitt sögulegt heldr enn fyrri.
Enn úr því veslaðist Frelsisherinn upp ; það hefir
aldrei heyrzt neitt af honum síðan.