Iðunn - 01.01.1888, Page 89
83
Axel TJlrik : Heilsufræðin fyr á timum.
fað varð ekki fyrr en seint og síðarmeir, að menn
almennt færu að kannast við það, að heilsufar
manna er háð skilyrðum, sem manninum er í sjálfs
vald sett að fullnægja, og mestu um að ráða ; og
því um seinna fóru rnenn að skipa hátturn sínum
samkvæint þessari þekkingu. Meðan heilsufræðin
hefir vcrið að ryðja sjer braut, hafaýmsar lykkjur
lagzt á leið hennar, og eru þær talandi vottur um
þá lífsskoðun, sem mestu hefir ráðið í þann og þanu
svipinn.
J>að hefir verið sagt, að marka mætti menningar-
stig hverrar þjóðar á því, live mikið hún eyddi af
sápu. Hitt er þó enn órækara, að engiun vottr er
jafnólyginn um þroska neinnar þjóðar, jafnt í and-
legum og líkamlegum efnum, eins og einmitt það,
hversu mikinn gaum menn gefa heilsufræðinni.
Saga heilsufræðinnar er ein grein af menningar-
sögu maunkynsins.
1.
Frá upphafi vega sinna hlýtur maðurinn að hafa
átt í stríði við veikindi og dauða. Oss er það ekki
auðgjört, að gjöra oss neinar glöggar hugmyndir uni
það, hvernig þeirri baráttu hefir verið háttað,
rneðan engar sögur fara af mannþjóðinni. J>að er
sanni næst, að ætla, að menn hafi haft fast í minni
sér það sem reynzt hafði vel gefast við hinu eða
þessu, og svo hafi þær ráðleggingar gengið mann
fram af manni. Nægar sannanir eru til fyrir því,
að menn þegar suemma á öldum liafi liaft gott lag
á því, að verjast árásurn óvina og villudýra.
6*