Iðunn - 01.01.1888, Síða 90
84
Axel Ulrik:
Leifarnar af vatnahjöllunum í stöðuvötnunum í
Svisslandi eru fagur vottur um það, hve hyggileg-
an viðurbúning menn höfðu sjer til varnar gegn
árásum óvina; það eru hin fyrstu virki frumbyggja
þessarar heimsálfu. En svo virðist, sem allar þær
þjóðir, er skannnt eru á leið komnar í menntun,
skoði öll veikindi eins og eitthvert óskiljanlegt böl,
er engri vörn sé hægt við að koma. Ef draga má
saman dæmin af stöku blámannaþjóðum í Afríku,
er engi kynni hafa fengið af menningu vorra daga,
þá er sanni nær að ætla, að særingar, töfra- og
galdraþulur og töfrastafir hafi verið algengustu
læknisdómarnir framan af öldunum. Og á þessu
skyldi enginn láta sig furða, þegar menn athuga
það, að trúin á slík meðul er ekki aldauða enn, og
það meðal menntuðustu þjóða.
Svo sem kunnugt er, hafa menn fundið hinn
fyrsta vísi til menningar þeirrar, er nú búum vjer
að, í Egiptalandi hinu forna. J þessu landi er
það og, að vjer rekum oss á hinn fyrsta vísi til
læknismenntar og heilsufræði, og sannar sögur hafa
menn af því landi frá því fyrir nærfelt 6000 ár-
um. Svo segir í fornsögutn Egipta, að guðinn
Osíris hafi vanið þjóðina af skrælingjabrag ogbæit
niðurþá óhæfu, að eta mannakjöt, setn verið hafði
eldgamall vani. Smámsaman tók læknislistin
þeim framförum í Egiptalandi, að það varð alsiða,
að liver læknir fyrir sig fjekkst ekki við nema einn
sjúkdóm. A sumum »papyrus»-ro 11 unum, er fund-
izt liafa í gröfum Jigipta, liafa menn nú fundið
skrásetta fullkomna sjúkrafræði og meðalafræði.
Jpar er brunnurinn, sem margir síðar hafa ausið