Iðunn - 01.01.1888, Síða 91
85
Heilsufræðin fyr átímum.
úr, og þar á meðal Hippokrates, hinn frœgi gríski
laeknir, og hafa menn ekki annað vitað, en að
ýnisar ráðleggingar hans væri eptir sjálfan hann,
fyrr en menn fundu þær í þessum fornu rituni
orði til orðs. Fyrst og fremst er ráðlagt hóf í
ínat og drykk; föstur og uppsölumeðul voru og mjög
tíðkuð ; en jafnframt því voru og tíðkaðar særingar
og töfrabrögð, tii þess að verjast ásókn illra anda.
það er sumra manna mál, að Gyðingar, meðan
þeir voru ánauðugir í Egiptalandi, muni hafa tekið
npp ýmsa af háttum Egipta, þar á meðal um-
skurnina, og ætla menn, að hún só hiuar síðustu
•nenjar hinna fornu mannblóta ; nú þóttu nóg fá-
einir blóðdropar. A Egiptalandi voru ekki aðrir
nmskornir en prestarnir, en með Gyðingum allir
karlmenn, til merkis um, að öll þjóðin væri helguð
Jehóva.
Svo sem kunnugt er, var Móses látinn nema
öll vísindi Egipta, og í Mósesbókunum fínnum vjer
euinig fjölda af fyrirskipunum, er snerta varðveizlu
heilsunnar, er benda á það, að Móses hafi verið
furðanlega nærri því, að hafa rjetta skoðun á or-
eökum sjúkdóma. Eyrirskipanirnar eru gerðar í
Uafni Jehóva, og er ekki til þess að taka, þar sem
ottinn fyrir hegningu og reiði drottins þarf mestu
urn að ráða hjá þessum rangsnúna þrælalýð. Ekki
er hægt að sjá það, að Móses hafi rennt neinu
grun í sóttnæmi, en sjúkdómar og landfarsóttir eru
skoðaðar sem refsidómar guðs yfir spilltum mönn-
um. Sagan um það, að Jehóva á næturþeli fer
um allt Egiptaland og drepur alla frumgetninga, er
saga um skæða landfarsótt; og þegar sagt er frá