Iðunn - 01.01.1888, Page 94
88
Axel Ulrik :
Til leikanna í ()lýmpíu sótti allt Grilckland.
jpað voru kappleikir; þar voru þreytt í kapp skeið,
stökk, glímur, hljóðfærasöngur og skáldskapur; sá
sem af öðrum bar, hlaut að leikslaunum sigursveig,
annaðhvort lárviðargrein, eða smjörviðar, og hon-
um var fylgt sigurhrósanda til ættborgar hans, og
þar var honum fagnað sem hinum mesta fremdar-
manni. Borgin var hróðug af honum, og ekki gat
neinn faðir vænzt þess, að hafa neinn sóma jafn-
mikinn af syni sínum og þann, að sonur hans ynni
sigur í Olýmpíu.
Ylða á Grikklandi voru skólar, öllum jafnheim-
ilir, er gymnasía hjetu ; þar tömdu menn sjer alls
konar fimleika, og við þá tíðkuðust laugar. jpeir,
sem við þessa skóla lærðu, voru kallaðir gymnasi-
a3tar, og síðar meir var það algengt nafn á lækn-
um, og útbreiddu þeir meðal ahnennings þessa siði.
Fyrir miðdegismatarmál á hverjum degi tók efna-
maðurinn í Aþenuborg laug í baðklefa sfnum ; þeir
sem fátækir voru, tóku laugar í baðhúsum þeim,
er gjör voru til almennings þarfa, og þar tóku þeir
úr sér hrollinn, þegar kalt var. jpar fóru menn að
kannast við það, að sóttnæmi gæti valdið sjúk-
dómum, og má marka það af því meðal aunars,
að meira en 400 árum f. Kr. burð reyndu menn að
draga úr drepsóttinni í Aþenuborg með því að kynda
bál mikil í borginni, og reykja í húsum. Plato
spekingur lætur sjer skiljast, að það sje ólieilnæmt
að reisa háreista múra umhverfis borgir, og hann
leggur það til, að í borgum sje menn til kvaddir,
er gæti þess, að strætunum sje haldið hreinum.
Elzta rit, er vjer þekkjum um heilsufræði, ereptir