Iðunn - 01.01.1888, Qupperneq 96
90
Axel Ulrik :
•dómum vorn í Rómaborg annars of'boð barnalegar.
Ef landfarsóttir gusu upp, þá var þotið í sibyllínsku
bækurnar til þess að Jeita frjetta, en þær voru
samsafn af spásögnum og tvíræðum ummælum, er
þýða mátti á hvern veg, er vera skyldi. |>egar
eitthvað slíkt bar að höndum, var það og, að Róm-
verjar hjeldu guðum sínum veizlur; þeir ljetu
líkneski guðanna sitja að borði, og báru fyrir þau
allan góðan fagnað, til þess að blíðka þau. |>að
kvað svo rammt að, að skynsömustu og fróðustu
menn lögðu hinn mesta trúnað á þessar hjegiljur.
Kató hinn eldri, sem að maklegleikum var í mikl-
um metum fyrir stjórnvizku sína, herfrægð og
mælsku, átti sirpukorn af töfraþulum, er hann
geymdi eins og sjáaldur auga síns, og þeim einum
gjörði hann að treysta, hve nær sem sjúkdóm bar
að höndum.
]pað, sem nú heíir verið greint, er allt sannsagt;
því fremur má menn furða á því, að Rómverjar
unnu fjölda stórvirkja, er öll virðast miða til þess,
sem nú er talið stuðla til heilsubóta, svo sem er
hin stórkostlega lokræsagjörð innanborgar, baðhús-
in og vatnsveitustokkarnir. En það er sanni næst
að ætla, að menn litla sem enga hugmynd hafi
gjört sjer um það, hversu mikilsverð þessi stór-
virki voru fyrir heilsu manna, heldur hafi þau ein-
göngu verið gjörð til hagræðis og hægri verka.
þegar talin voru 138 ár frá því, að Rómaborg
var byggð, var gert »lokræsið mikla», sem enn
stendur, og liggur mynni þess út í Tífurá, en að
því lágu önnur lokræsi smærri, er lágu undir stræt-
unum. þetta »miklu lokræsi» hefir verið fjarska-