Iðunn - 01.01.1888, Side 97
Heilsufræðin fyr á timum. 91
vandað smíð ; það er hlaðið ur vandlega tegldum
steinum án alls múrlíms, en svo vandlega sam-
skeyttum, að ræsið stendur enn nálega óhaggað,
'°g svo er það vítt, að vagn með heyhlassi mundi
geta farið um það, og botn þessi liggur fullum 26
fetum neðar en grundvöllur borgarinnar eins og
hann þá var. Til þess að ná vatni inn í Róma-
korg, þótti aldrei of miklu varið. Bezta vatnið,
sem hægt var í að ná, var uppsprettuvatn frá fjöll-
um ; en þau voru æðilangt frá borginni, og var
því ekki annars kostur, ef veita átti vatninu það-
an, en að byggja afardýra vatnsveitustokka, og eru
^nn eptir talsverðar rústir af þeiin, og eru þær
nieðal hinna stórkostlegustu rústa frá fornöld.
Vatnið rann í opnum veitustokkum, er háar stein-
hleðslur hjeldu á lopti; voru það ýmist steinstöpl-
ar eða steinbogar. Grundin umhverfis Rómaborg
er enn krök af stúfum af þessum vatnsveitustokk-
um ; á keisaraöldinni voru þeir orðnir 9, og veittu
þeir á hverjum degi inn í borgina 1,500,000 ten-
ingsmetrum af vatni; kom þá eitt teningsmetr á
niann, því fólksfiest mun borgin hafa það orðið,
að miljón manna var ú henni; auk þessa vatns
fjekkst talsvert vatn úr brunnum iunanborgar, því
þar var talsvert af uppsprettum. þ>að sem olli því,
að svona mikiö var brúkað af vatni, var það, að
Rómverjar b >fðu fjarska miklar mætur á því, að
baða sig. Hvorki fyrr eða síðar hafa böð verið jafn-
tíðkuð og í Rómaborg í fornöld. þ>arvoru reistar
skrautlegar hallir, þar sem ahnenniugi var lieimilt
að baða sig; í baðhöll þeirri, er Karakalla keisari
Ijet reisa, máttu 3000 manna laugast í senn. Síð-