Iðunn - 01.01.1888, Side 102
Axel Ulrik :
Í)t5
f>að er merkilegt að heyra frásögurnar um það,
hvað ákafir »tíagellantar» gátu verið í meinlæta-
gjörðum við sjálfa sig, en svo voru nefndir trúar-
vinglsmenn, er uppi voru á 13. og 14. öldinni.
jpeir fóru um í stórflokkum ; fyrst voru það því nær
•eingöngu lítilsháttar menn, en seinna meir slógust í
flokkinn tignir menn og klerkar, karlar, konur oghörn;
þeir tóku allir upp sama búninginn ; það var svörfc
kápa með rauðuin krossi; allir höfðu þeir svipur í
höndum (og af þeim dróg flokkurinn nafn). jpegar
þeir koinu til einhvérrar borgar, ljetu þeir vera í
fararbroddi menn með fána; hjeldu þeir svo syngj-
andi inn í borgina; það, sem þeir sungu, voru
iðrunarsálmar ; í hverri borg leituðu þeir að kirkj-
unuvn, og fyrir.framan ölturu píslarvottanna flettu
þeir sig ldæðum og ljetu hýðast með svipunum.
þ>egar þeir þá höfðu látið gera sjer þá ráðningu,
er þeim þótti við þurfa, þá var lesið upp brjef,
sem engill, að sögn, hafði komið með til altaris
Pjeturs postula í Jerúsalem ; voru menn í því
hvattir til iðrunar og yfirbótar. Svo er frá sagt,
að í Strasburg liafi allur hópurinn legið flatur á
kirkjugólfinu, 2 og 2 í kross, og haii forsöngvarinn
kyrjað upp yfir þeim : »hefjið til bænar hendur yð-
ar, aö guð afstýri liinum ógnarlega dauða ; hefjið
til bæna arma yðar, að guð sjái aumur á yður».
J>etta faraldur fór ekki að eins um stöku bygðar-
lög, heldur gekk það um allt þ>ýzkaland, Ungverja-
land, Bæheim, Frakkland og Ítalíu. Svo mikill
var ákafinn, og svo mikið fannst mönnum nm þess-
ar prósessíur, að skugga kastaði á vegsemd kirkj-
unnar; hún hlaut því að skerast í leikinn; Klemens