Iðunn - 01.01.1888, Page 104
98
Axel Ulrik :
það er brjef frá Friðrik landgreifa í Tíiringen til
ráðherranna í borginni Nordhausen, sem var ein af
frjálsum borgum þýzka ríkisins ; cn brjeíið er svo
látandi: »þ>jer, borgmeistari og ráðherrar í borg-
inni Nordhausen ! Vita skuluð þjer, að vjer höfum
brenna látið alla Gyðinga, svo langt sem lönd vor
ná, fyrir hina miklu mannvonzku, er þeir hafa sýnt
öllum kristnum lýð, þar sem þeir hafa viljað ráða
kristnum mönnum bana með því að láta eitur í
alla brunna. En vjer erum sannfróðir um og höf-
um sannreynt, að þetta er satt. Vjer ráðum yður
því til, að þjer látið drepa Gyðingana hjá yður,
guði til lofs og dýrðar og kristnum lýð til hjálp-
ræðis».
Lengi fram eptir öldunum eldi eptir af þessum
grun um það, að kýlasóttin ætti rót sína að rekja
til þess, að allur þorri manna hefði fengið ólyfjan.
þegar kýlasóttin 1630 geysaði í Milano, stóð svo
á, að Spánarkonungur hafði nýsent út lýsingu á
fjórum frakkneskum mönnum, er sloppið höfðu úr
varðhaldi í Madrid, en voru grunaðir um það, að
breiða út eitruð smyrsli. þegar frjettin kom um
þetta til borgarinnar, þar sem sóttin var í algleym-
ingi, þótti einsætt, hvaðan drepsóttin stafaði. Mað-
ur einn aðkomandi til borgarinnar þreifaði hendi
sinni um vegg dómkirkjunnar, til þess að ganga úr
skugga um, hvort í bonum væri marmari. Honum
og förunautum hans var veitt atganga, og þeim
misþyrmt og kastað í fangelsi. I annari kirkju
þurkaði gamall maður ryk af bekk með skykkjulafi
sínu; óðara gullu við konur nokkrar og sögðu :
hann er að rjóðra smyrslum um bekkina ; og hann